Dómaramál

Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Dortmund - 25.9.2013

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Dortmund og Marseille í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA. Þar mætast ungmennalið sömu félaga og mætast í Meistaradeildinni sjálfri. Leikið verður í Dortmund, þriðjudaginn 1. október.

Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum í Ungverjalandi - 23.9.2013

Rúna Kristín Stefánsdóttir er að störfum þessa dagana í Ungverjalandi þar sem hún er aðstoðardómari í undankeppni U19 kvenna. Rúna starfar með dómurum frá Írland og Póllandi en í riðlinum leika, auk heimastúlkna, Svartfjallaland, Belgía og Tyrkland. Lesa meira
 
Bibiana-Steinhaus

Bibiana Steinhaus dæmir leik Íslands og Sviss - 23.9.2013

Þýski dómarinn Bibiana Steinhaus verður við stjórnvölinn á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30.  Bibiana er einn þekktasti dómari Þýskalands og dæmdi m.a. úrslitaleik HM kvenna 2011. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Róm - 16.9.2013

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni, fimmtudaginn 19. september næstkomandi, þegar hann dæmir leik Lazio og Legia Varsjá í Evrópudeild UEFA. Aðstoðardómarar Kristins í leiknum verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson.

Lesa meira
 
Andy Marriner

Enskir dómarar á Ísland - Albanía - 9.9.2013

Enski dómarinn Andy Marriner mun dæma leik Íslands og Albaníu í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00. Honum til aðstoðar verða þeir Peter Kirkup og Darren England. Varadómari verður svo Lee Probert. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norræn dómaraskipti - Íslenskir dómarar í Noregi og Svíþjóð - 6.9.2013

Íslenskir dómarar verða við störf í Noregi og Svíþjóð á næstu dögum en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.  Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæma leik Strömmen og Ullensaker/Kisa í norsku 1. deildinni og Valdimar Pálsson dæmir leik GAIS og Värnamo í sænsku "Superettan" deildinni. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Aþenu - 6.9.2013

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Grikkja og Letta í undankeppni HM en leikið verður í Aþenu þriðjudaginn 10. september. Leikurinn er í G riðli þar sem Grikkir eru í öðru sæti riðilsins sem stendur en Lettar í því fimmta. Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög