Dómaramál

Kris Hames

Dómari frá Wales dæmir leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla - 30.8.2013

Velski dómarinn Kris Hames mun dæma leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla sem fram fer sunnudaginn 1. september á Kópavogsvelli. Þetta er hluti af verkefni varðandi dómaraskipti hjá Knattspyrnusamböndum Íslands og Wales en í október mun íslenskur dómari dæma leik í efstu deild í Wales.

Lesa meira
 
Glenn Nyberg

Sænskir dómarar dæma Selfoss - Grindavík - 28.8.2013

Sænski dómarinn Glenn Nyberg mun dæma leik Selfoss og Grindavíkur í 1. deild karla sem fram fer á Selfossvelli, fimmtudaginn 29. ágúst. Samlandi hans, Conny Hugman, mun verða honum til aðstoðar ásamt Gylfa Má Sigurðssyni. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Færeyskir dómarar á leik Reykjavíkurfélaganna Víkings og Leiknis í 1. deild karla - 19.8.2013

Ransin N. Djurhuus mun dæma leik Víkings og Leiknis í 1. deild karla sem fram fer á morgun, þriðjudaginn 20. ágúst., á Víkingsvelli og hefst kl. 19:00.  Ransin kemur frá Færeyjum eins og annar aðstoðardómaranna, Kristian Sofus Petersen.  Þriðji maðurinn í þríeykinu er hinsvegar alíslenskur, Birkir Sigurðarson. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Íslenskt dómarateymi að störfum í Tallinn - 16.8.2013

Íslenskt dómarateymi verður að störfum í Tallinn, höfuðborg Eistlands, fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi. Þá fer fram fyrri leikur JK Nomme Kalju og úkrainska liðsins FC Dnipro Dnipropetrovsk í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög