Dómaramál

Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Rúmeníu - 31.7.2013

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Steua Búkarest frá Rúmeniú og Dinamo TIblisi frá Georgíu í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Leikið verður í Búkarest 6. ágúst næstkomandi og Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson. Varadómari verður Gunnar Jarl Jónsson.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Nóg að gera í dómaramálum á næstu dögum - 30.7.2013

Þó svo að venjulega sé ekki mikið um að vera í knattspyrnulífinu um verslunarmannahelgar hér á landi þá er svo sannarlega mikið um að vera í aðdraganda helgarinnar.  Í dag og á morgun eru hvorki fleiri né færri en 109 starfsmenn að störfum í dómaramálum á vegum KSÍ. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Svíþjóð - 22.7.2013

Kristinn Jakobsson dæmir, fimmtudaginn 25. júlí, leik Gefle frá Svíþjóð og Anorthosis Famagusta frá Kýpur í Evrópudeild UEFA. Leikið verður í Sundsvall í Svíþjóð en Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason. Varadómari verður Þorvaldur Árnason. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Hinn enski Sebastian Stockbridge starfar á þremur leikjum - 11.7.2013

Enski dómarinn Sebastian Stockbridge mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildar keppninni.  Hann mun dæma leik Þróttar og KA á morgun, föstudaginn 12. júlí og sömuleiðis dæmir hann leik Fjölnis og Leiknis sem fer fram 16. júlí.  Báðir þessir leikir eru í 1. deild karla og einnig verður hann aðstoðardómari á leik Keflavíkur og Breiðabliks í Pepsi-deild karla, sunnudaginn 14. júlí Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Wales - 11.7.2013

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni 17. júlí næstkomandi þegar hann dæmir leik The New Saints frá Wales gegn Legía Varsjá frá Póllandi í Meistaradeild UEFA.  Leikið verður á Racecourse Ground í Wrexham en Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson.  Varadómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Finnlandi - 5.7.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun, þriðjudaginn 9. júlí, dæma leik TPS Turku frá Finnlandi og AS Jeunesse Esch frá Lúxemborg í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Þetta er seinni viðureign liðanna en Jeunesse Esch vann fyrri leikinn, fremur óvænt, 2 - 0.
Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög