Dómaramál

Evrópudeildin

Íslenskir dómarar í Evrópudeildinni 4. júlí - 28.6.2013

Það verða ekki einungis íslensk félagslið og íslenskir leikmenn í eldlínunni þann 4. júlí næstkomandi, þegar fram fer 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Íslenskur dómarakvartett verður einnig að störfum með Þórodd Hjaltalín fremstan í flokki. Lesa meira
 
Merki FIFA

Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk - 21.6.2013

Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk og við boðvang á knattspyrnuleikjum er rétt að fram komi að samkvæmt túlkun FIFA er bannað samkvæmt knattspyrnulögunum að skoða beinar útsendingar af leikjum á boðvangi (technical area) á meðan á leik stendur. Lesa meira
 
Felix Zwayer

Þýskir dómarar á Ísland - Slóvenía - 5.6.2013

Það verður dómarakvartett frá Þýskalandi sem verður við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni HM. Dómarinn heitir Felix Zwayer og aðstoðardómarar hans verða Detlef Scheppe og Mike Pickel. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Noregi - 4.6.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun á morgun dæma vináttulandsleik Noregs og Finnlands hjá U21 karla. Leikið verður í Hönefoss og verða aðstoðarmenn Gunnars norskir í þessum leik, þeir Dag R. Nebben og Ivar Jahr. Fjórði dómari er einnig frá Noregi, Kristoffer Helgerud. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Eistlandi - 4.6.2013

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni, föstudaginn 7. júní, þegar hann dæmir leik Eistlands og Danmerkur sem leikinn verður í Tallinn. Leikurinn er liður í undankeppni EM U21 karla en aðstoðardómarar Þorvaldar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Þór Sigurðsson. Fjórði dómari verður Þóroddur Hjaltalín. Lesa meira
 
Jóhann Gunnar Guðmundsson

Jóhann Gunnar að störfum í Ísrael - 3.6.2013

Jóhann Gunnar Guðmundsson verður næstu daga að störfum í Ísrael þar sem hann starfar í úrslitakeppni EM U21 karla. Keppnin fer fram dagana 5. - 18. júní en Jóhann verður fjórði dómari á opnunarleik keppninnar, Ísrael - Noregur.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög