Dómaramál

Völsungur

Unglingadómaranámskeið hjá Völsungi þriðjudaginn 26. mars - 20.3.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Völsung og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Wales - 19.3.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Wales og Moldavíu í undankeppni EM U21 karla en leikið verður í Llanelli í Wales á föstudaginn. Aðstoðardómarar Gunnars í leiknum verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson. Varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Lesa meira
 
Stavros Tritsonis

Grískir dómarar á leik Slóveníu og Íslands - 18.3.2013

Það verður grískur dómarakvartett á leik Slóveníu og Íslands í undankeppni HM 2014, sem fram fer í Ljubljana næstkomandi föstudag. Eftirlitsmaður leiksins er írskur og dómaraeftirlitsmaðurinn kemur frá Færeyjum.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Gunnar Jarl og Frosti dæma í Englandi - 14.3.2013

Gunnar Jarl Jónsson og Frosti Viðar Gunnarsson halda til Englands á morgun þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa ,á sínum hvorum leiknum, í nýrri "Premier League" deild U21 liða. Lesa meira
 
Stjarnan

Unglingadómaranámskeið hjá Stjörnunni fimmtudaginn 14. mars - 13.3.2013

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Stjörnuna og hefst kl. 19:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
Landsdómararáðstefna 2013

Landsdómararáðstefna fór fram um helgina - 4.3.2013

Landsdómarar hittust um helgina á árlegri ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ en ráðstefnan var á föstudag og laugardag. Gestur ráðstefnunnar að þessu sinni var Peter Roberts, fyrrum FIFA aðstoðardómari og kennari og eftirlitsmaður hjá enska knattspyrnusambandinu.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Þóroddur og Birkir dæma á Regions Cup - 4.3.2013

Þóroddur Hjaltalín og Birkir Sigurðarson verða á San Marínó næstu dag þar sem þeir dæma á UEFA Regions Cup. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA en leikið er í riðlakeppni núna áður en úrslitakeppnin fer fram á Ítalíu í sumar. Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög