Dómaramál
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Tyrklandi

Dæmir leik Fenerbache og AEL Limassol í Evrópudeild UEFA

5.11.2012

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Fenerbache frá Tyrklandi og AEL Limassol frá Kýpur í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Istanbul á fimmtudaginn.  Þessi félög leika í C riðli keppninnar og er tyrkneska liðið á toppi riðilsins.

Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og aukaaðstoðardómarar þeir Þóroddur Hjaltalín og Erlendur Eiríksson.  Fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög