Dómaramál

UEFA EM U17 karla

Gunnar Jarl og Birkir dæma í Belgíu - 23.10.2012

Gunnar Jarl Jónsson og Birkir Sigurðarson verða við störf næstu daga í Belgíu þar sem þeir dæma í undankeppni EM U17 karla. Þjóðirnar sem leika í þessum riðli eru, auk heimamanna, Holland, Lettland og Litháen. Lesa meira
 
Alan Kelly

Alan Kelly dæmir Ísland - Sviss - 15.10.2012

Það verður írski dómarinn Alan Kelly sem verður við stjórnvölinn á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 16. október kl. 18:30. Honum til aðstoðar verða landar hans, Damien Macgraith og Marc Douglas. Fjórði dómarinn kemur einnig frá Írlandi og heitir Padraigh Sutton.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn og félagar dæma í Evrópudeildinni - 1.10.2012

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni, fimmtudaginn 4. október, þegar hann dæmir leik Videoton frá Ungverjalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal í Evrópudeild UEFA.  Fimm aðrir íslenskir dómarar munu starfa með Kristni á leiknum. Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög