Dómaramál

Runa-Kristin

Rúna dæmir í Litháen - 27.9.2012

Rúna Kristín Stefánsdóttir verður við störf í Litháen dagana 30. september til 7. október. Hún verður þá aðstoðardómari í undankeppni EM hjá U17 kvenna en auk heimastúlkna leika þar Frakkland, Ungverjaland og Bosnía Hersegóvína.

Lesa meira
 
Villi-Alvar

Vilhjálmur og Halldór dæmdu í Svíþjóð - 24.9.2012

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdu um helgina leik Ljungskile og Umeå í næst efstu deild í Svíþjóð. Vilhjálmur var dómari leiksins og Halldór var annar aðstoðardómara Lesa meira
 
Bibiana-Steinhaus

Bibiana Steinhaus dæmir Noregur - Ísland - 18.9.2012

Það verður hin þýska Bibiana Steinhaus sem dæmir leik Noregs og Íslands í undankeppni EM á Ullevål, miðvikudaginn 19. september. Bibiana er ein af reyndustu dómurum sem völ er á og dæmdi t.a.m. úrslitaleik Bandaríkjanna og Japans á HM 2011 í Þýskalandi. Lesa meira
 
Vígalegt dómaratrío.  Frá vinstri: Ólafur Böðvar Helgason, Kristinn Jakobsson og Hlynur Áskelsson

Verðlaun til félaga vegna dómaramála - 14.9.2012

Aðildarfélög KSÍ eiga þess kost að vinna sér inn verðlaun með öflugri uppbyggingu dómaramála innan síns félags.  Öll félög sem uppfylla neðangreind skilyrði verða verðlaunuð.  Frestur til að skila umsóknum er til 1. október. Lesa meira
 
Gríski dómarinn Thalia Mitsi

A kvenna - Grískir dómarar að störfum þegar Ísland mætir Norður Írlandi - 12.9.2012

Það vera grískir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Norður Írlands sem fram fer í undankeppni EM kvenna á laugardaginn. Dómarinn heitir Thalia Mitsi og henni til aðstoðar verða þær Panagiota Koutsoumpou og Ourania Foskolou. Fjórði dómarinn er hinsvegar íslenskur, Rúna Sif Stefánsdóttir.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Svartfjallalandi - 5.9.2012

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Svartfjallalands og Póllands í undankeppni HM 2014 en leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi á föstudaginn. Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín. Lesa meira
 
Thorvaldur-Arnason

Þorvaldur dæmir í Skotlandi - 3.9.2012

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í Skotlandi á fimmtudaginn þegar hann dæmir leik Skotlands og Lúxemborg í undankeppni EM U21 karla. Leikurinn fer fram í borginni Paisley. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög