Dómaramál

ARBITRE_GAUTHIER_230411

Franskir dómarar á Ísland - Noregur 7. september - 30.8.2012

Það verða franskir dómarar sem verða við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Noregi í undankeppni HM 2014. Þetta er fyrsti leikur Íslands í keppninni og fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Marseille - 29.8.2012

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn í Frakklandi á morgun, fimmtudaginn 30. ágúst, þegar hann dæmir leik Marseille og FK Sheriff frá Moldavíu í Evrópudeild UEFA.  Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Thorvaldur-Arnason

Þorvaldur dæmir í efstu deild í Noregi - Norskur dómari á Kópavogsvelli - 24.8.2012

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Hönefoss og Tromsö í efstu deild norsku deildarinnar og fer leikurinn fram sunnudaginn 26. ágúst. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gylfi Már Sigurðsson.  Sama sunnudag munu norskir dómarar dæma hér í efstu deild, leik Breiðabliks og Selfoss á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Guðmundur Ársæll dæmir í Lyngby - Lars Müller á Leiknisvelli - 24.8.2012

Lars Müller mun dæma leik Leiknis og Víkings Ólafsvíkur í 1. deild karla sem fram fer í kvöld.  Lars kemur frá Færeyjum eins og annar aðstoðardómara leiksins, Andreas Josephsen.  Þá munu tveir íslenskir dómarar vera við störf í Danmörku á sunnudaginn en þá mun Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæma leik Lyngby og Viborg og Leiknir Ágústsson verður honum til aðstoðar. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 23.8.2012

Það verður Gunnar Jarl Jónsson sem dæmir úrslitaleik Vals og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna. Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00, laugardaginn 25. ágúst. Honum til aðstoðar verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Jóhann Óskar Þórólfsson og fjórði dómari verður Rúna Kristín Stefánsdóttir. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norræn dómaraskipti - Dómarar frá Finnlandi dæma í 1. deild karla - 20.8.2012

Eins og undanfarin ár hafa knattspyrnusambönd Norðulandanna haldið úti verkefni sem miðast við dómaraskipti á milli landanna. Á morgun, þriðjudaginn 21. ágúst, munu dómarar frá Finnlandi starfa á leik Víkinga frá Reykjavík og Tindastóls. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn - 17.8.2012

Þóroddur Hjaltalín verður dómari á úrslitaleik Stjörnunnar og KR í Borgunarbikar karla, sem fram fer á Laugardalsvelli á Laugardag kl. 16:00. Aðstoðardómarar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Einar Sigurðsson.

Lesa meira
 
Laurent Kopriwa

Dómarar frá Lúxemborg - 14.8.2012

Dómararnir á vináttulandsleik Íslands og Færeyja á Laugardalsvellinum á miðvikudag koma frá Lúxemborg. Maðurinn með flautuna heitir Laurent Kopriwa. Aðstoðardómararnir eru bræðurnir Antonio og Claudio De Carolis.

Lesa meira
 
Andri Vigfússon

Andri dæmdi í UEFA Futsal Cup - 14.8.2012

Andri Vigfússon, sem er FIFA Futsal dómari, var við störf í einum riðlanna í UEFA Futsal Cup fyrr í mánuðinum. UEFA Futsal Cup er Evrópumót félagsliða í Futsal-innanhússknattspyrnu.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Tveir íslenskir dómarar á Opna NM - 8.8.2012

Á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla, sem fram fer í Færeyjum þessa dagana, eru tveir íslenskir dómarar að störfum. Þetta eru þeir Þórður Már Gylfason og Adolf Þorberg Andersen.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög