Dómaramál

Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Brussel - 30.7.2012

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á miðvikudaginn þegar hann dæmir leik Anderlecht frá Belgíu og Ekranas frá Litháen. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og fer fram á Constant Vanden Stock vellinum í Brussel.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Króatíu - 17.7.2012

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á leik NK Osijek frá Króatíu og Kalmar FF frá Svíþjóð sem fram fer í Osijek, fimmtudaginn 19. júlí. Þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Kristni til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Enski dómarinn Andy Davies starfar á þremur leikjum - 13.7.2012

Enski dómarinn Andy Davies mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildarkeppninni. Hann mun dæma leiki Víkings Ólafsvíkur og KA sem og Fjölnis og Hauka sem fer fram 17. júlí.  Einnig verður hann aðstoðardómari á leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla 15. júlí.  Þessi verkefni eru liður í samstarfsverkefni á milli Knattspyrnusambanda Íslands og Englands.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Mikið að gera hjá dómurum - 10.7.2012

Íslenskir dómarar fara mikinn þessa dagana á erlendri grundu en margir eru við störf þessa dagana.  Alls eru 11 íslenskir dómarar að dæma erlendis þessa dagana og líklega bætist við þann hóp á næstu dögum.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Birna og Bríet dæma á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna - 8.7.2012

Stelpurnar í U16 landsliðinu eru ekki einu fulltrúar Íslands á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi. Tveir íslenskir dómarar eru þar einnig en þetta eru þær Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Bríet Bragadóttir.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Íslendingar í eftirlitsstörfum fyrir UEFA - 2.7.2012

Fjölmargir leikir eru framundan í Evrópudeild og Meistaradeild UEFA og verða íslenskir dómaraeftirlitsmenn og eftrlitsmenn virkir þátttakendur. Þrír Íslendingar verða við störf á þessum leikjum.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög