Dómaramál

Þorvaldur Árnason

Dómaraskiptaverkefni KSÍ og FA - 30.3.2012

FIFA-dómararnir Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín halda Englands til um mánaðamótin og dæma leiki í Nike Youth Cup, sem er mót hjá unglingaliðum félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er liður í dómaraskiptaverkefni á milli Knattspyrnusambanda Íslands og Englands.

Lesa meira
 
Frá vinstri:  Frosti Viðar, Ragnheiður, Sigurður Óli og Þorvaldur.

Knattspyrnudómarar söfnuðu 600 þúsund krónum í Mottumars - 29.3.2012

Félag deildadómara stóð fyrir sérstöku söfnunarátaki innan sinna raða í mars, til stuðnings hinu vel þekkta átaki Mottumars. Söfnunin fór þannig fram að dómararnir gáfu laun sín af leikjum í Lengjubikarnum og söfnuðust þannig alls kr. 600.000.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Sigurði Óla boðið á Dallas Cup - 28.3.2012

Sigurði Óla Þorleifssyni hefur verið boðið af bandaríska knattspyrnusambandinu til þess að starfa á Dallas Cup, 1. - 8. apríl. Þetta er í 33. skiptið sem mótið er haldið en það þykir með því sterkara sem haldið er í yngri flokkum á hverju ári.

Lesa meira
 
UEFA

Vilhjálmur og Andri til Sviss - 27.3.2012

Tveir íslenskir dómarar eru á leiðinni til Sviss þar sem þeir sækja námskeið fyrir unga og efnilega dómara. Námskeiðið er á vegum UEFA og kallast “CORE”.  Er hér um að ræða áætlun um þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25 - 30 ára. Íslendingarnir sem fara til Sviss eru dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og aðstoðardómarinn Andri Vigfússon

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Gunnar Jarl og Birkir dæma í Lúxemborg - 22.3.2012

Gunnar Jarl Jónsson dómari og Birkir Sigurðarson aðstoðardómari verða við störf næstu daga í Lúxemborg þar sem fram fer einn af milliriðlum EM hjá U17 karla. Þjóðirnar sem leika í þessum riðli eru auk heimamanna, Tékkland, Pólland og Hvíta Rússland.

Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeiði í Verkmenntaskóla Austurlands frestað - 21.3.2012

Fyrirhuguðu unglingadómaranámskeiði í Verkmenntaskóla Austurlands, sem halda átti fimmtudaginn 22. mars, hefur verið frestað vegna ónógrar þátttöku. Athugað verður síðar með að halda námskeiðið ef þátttaka verður næg. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 26. mars - 19.3.2012

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 26. mars kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fyrirhuguðu dómaranámskeiði fyrir konur frestað - 16.3.2012

Fyrirhuguðu dómaranámskeiði fyrir konur, sem halda átti mánudaginn 19. mars, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Námskeiðið hafði verið auglýst hér á heimasíðu KSÍ. Námskeiðið verður auglýst síðar þegar af verður. Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeið í Verkmenntaskóla Austurlands 22. mars - Frestað - 15.3.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt Neskaupstað í Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði fimmtudaginn 22. mars og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Dómaranámskeið fyrir konur í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 19. mars - Frestað - 13.3.2012

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 19. mars kl. 19:00.  Þetta námskeið ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast héraðsdómarar og dæma í efri deildum.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Málþing um íþróttadómara miðvikudaginn 21. mars - 12.3.2012

ÍSÍ, KSÍ, HSÍ, KKÍ og BLÍ boða til málþings um íþróttadómara og þeirra mikilvægu störf í tengslum við íþróttirnar. Fulltrúar sérsambandanna munu fjalla um stöðu mála og framtíðarhorfur. Málþingið er öllum opið, endurgjaldslaust á meðan húsrúm leyfir. Allir sem áhuga hafa á þessum málum eru hvattir til að mæta.

Lesa meira
 
Afturelding

Unglingadómaranámskeið að Varmá Mosfellsbæ fimmtudaginn 15. mars - 12.3.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu að Varmá fimmtudaginn 15. mars og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Fræðslufundur um dómgæslu á Reyðarfirði - 9.3.2012

Kristinn Jakobsson, FIFA dómari, dæmir leik Hattar og Fjölnis þann 17. mars n.k. kl. 14:00 í Fjarðarbyggðarhöllinni. Í tengslum við leikinn verður fræðslufundur í Grunnskólanum á Reyðarfirði þar sem Kristinn mun ásamt reyndum aðstoðardómara fara yfir helstu þætti dómgæslunnar.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög