Dómaramál

Knattspyrnusamband Íslands

Fjölmiðlar á fræðslufundi - 28.11.2011

Í síðustu viku bauð KSÍ fulltrúum fjölmiðla til fræðslufundar um aga- og úrskurðarmál annars vegar og hins vegar um dómaramál.  Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Bæði viðfangsefnin eru þess eðlis að reglulega er fjallað um málefni þeim tengd í fjölmiðlum.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir leik Danmerkur og Finnlands í kvöld - 15.11.2011

Kristinn Jakobsson mun í kvöld, þriðjudaginn 15. nóvember, dæma vináttulandsleik Dana og Finna en leikið verður í Esbjerg.  Kristni til halds og traust í leiknum verða aðstoðardómararnir, Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Makedóníu - 7.11.2011

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Makedóníu og Færeyja í undankeppni EM U21 karla en leikið verður föstudaginn 11. nóvember í Skopje.  Með Þóroddi verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Jarl Jónsson.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög