Dómaramál

Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Þýskalandi - 30.8.2011

Þorvaldur Árnason mun á fimmtudaginn dæma leik Þýskalands og San Marínó en leikurinn er í undakeppni EM U21 karla.  Leikið verður í Padenborn í Þýskalandi en Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason.  Varadómari verður Þóroddur Hjaltalín Lesa meira
 
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2011

Íslandsleikarnir fara fram 18. september - 22.8.2011

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum fara fram sunnudaginn 18. september 2011. Knattspyrnumótið fer fram í samstarfi Special Olympics, ÍF, KSÍ og knattspyrnufélagsins Víkings.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Íslenskur dómarakvartett í París - 16.8.2011

Það verður íslenskur dómarakvartett á viðureign franska liðsins Paris Saint-Germain og FC Differdange 03 frá Lúxemborg í undankeppni Evrópudeildar þann 25. ágúst næstkomandi.  Kristinn Jakobsson verður dómari leiksins. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl og Andri dæmdu leik í Svíþjóð - 16.8.2011

Norræn dómaraskipti eru í fullum gangi í vikunni.  Á mánudag starfaði Gunnar Jarl Jónsson sem dómari og Andri Vigfússon sem aðstoðardómari á leik Qviding og Angelholm í næstefstu deild í Svíþjóð.  Þeir Marko Grönholm dómari og Mika Lamppu aðstoðardómari munu svo starfa á leik Selfoss og Þróttar í 1. deild karla í kvöld.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson

Valgeir dæmir úrslitaleik Valitor-bikars karla - 11.8.2011

Tilkynnt hefur verið hverjir dæma úrslitaleik Þórs og KR í Valitor-bikar karla á laugardag og fellur það í hlut Valgeirs Valgeirssonar að vera með flautuna í leiknum.  Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson.

Lesa meira
 
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson

Dæmdu leik í finnsku deildinni - 9.8.2011

Þeir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson voru í dómarateyminu á leik FC Espoo og KPV í næst efstu deild í Finnlandi þann 7. ágúst.  Þetta verkefni var hluti í samstarfi knattspyrnusambandanna á Norðurlöndunum í norrænum dómaraskiptum.  

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög