Dómaramál

Tyrkneski dómarinn Firat Aydinus

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Tyrkneskir dómarar við stjórnvölinn - 31.5.2011

Það verður dómarakvartett frá Tyrklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Danmerkur næstkomandi laugardag.  Leikurinn er í undankeppni EM og hefst á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Birkir Sigurðarson, Gunnar Jarl Jónsson og Gylfi Már Sigurðsson á Core ráðstefnu í Sviss

Dómarar á CORE námskeiði í Sviss - 30.5.2011

Nú í vikunni halda þrír íslenskir dómarar til Sviss á svokallað "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Lúxemborg - 27.5.2011

Þorvaldur Árnason mun dæma vináttulandsleik á milli Lúxemborgar og Ungverjalands, föstudaginn 3. júní næstkomandi.  Aðstoðardómarar Þorvalds í leiknum verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Rúmenskir dómarar á leik Íslands og Búlgaríu - 17.5.2011

Dómarar leiksins Íslands - Búlgaríu í undankeppni EM kvenna, sem fram fer á fimmtudaginn, koma frá Rúmeníu.  Dómarinn heitir Floarea Cristina Babadac-Ionescu.  Henni til aðstoðar verða þær Petruta Claudia Iugulescu og Carmen Gabriela Morariu.  Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6901

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 26. maí - 17.5.2011

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ   26. maí kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Hér er gott tækifæri fyrir félögin að finna líkleg dómaraefni og senda þau á námskeiðið. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið verður haldið í KSÍ þriðjudaginn 31. maí - 17.5.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ  þriðjudaginn 31. maí og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Héraðsdómaranámskeið í Hamri á Akureyri 12. maí - 3.5.2011

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Hamri á Akureyri 12. maí kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara. 

Lesa meira
 
Bryndís Sigurðardóttir við dómgæslu í Rússlandi

Dómaranámskeið fyrir konur í Hamri á Akureyri þriðjudaginn 10. maí - 3.5.2011

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Hamri á Akureyri 10. maí kl. 19:00. Þetta námskeið er ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast Héraðsdómarar og dæma í efri deildum.  Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög