Dómaramál

FH

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Kaplakrika 2. mars  - 23.2.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH í Kaplakrika miðvikudaginn 2. mars og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.  Námskeiðið er ókeypis.

Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Dómaranámskeið fyrir konur í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 10. mars - 22.2.2011

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ 10. mars kl. 19:00.  Það er yfirlýst stefna hjá KSÍ að fjölga konum í dómarastétt og er þetta námskeið ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast Héraðsdómarar og dæma í efri deildum.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 7. mars - 22.2.2011

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ 7. mars kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.  Námskeiðið er ókeypis.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Pétursborg í Evrópudeild UEFA - 22.2.2011

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Zenit frá Rússlandi og Young Boys frá Sviss en þetta er leikur í 32. liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.  Með Kristni á þessum leik verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson aðstoðardómarar.  Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson og aukaaðstoðardómarar verða þeir Magnús Þórisson og Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
HK

Unglingadómaranámskeið í Fagralundi mánudaginn 21. febrúar kl. 19:00 - 13.2.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK í Fagralundi mánudaginn 21. febrúar og hefst kl. 19 :00 og stendur í 2,5 klukkustund. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi viku síðar.  Námskeiðið er ókeypis

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn í góðum hópi á Kýpur - 3.2.2011

Kristinn Jakobsson er þessa dagana á Kýpur þar sem hann situr ráðstefnu bestu dómara UEFA, "UEFA Elite".  Ganga dómarnir í gegnum ýmis próf á meðan ráðstefnunni stendur en þarna er UEFA að undirbúa dómara sína fyrir næstu verkefni í Meistaradeild UEFA og Evrópudeild UEFA. Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið í ÍR heimilinu mánudaginn 7. febrúar kl. 18:30 - 2.2.2011

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR í ÍR heimilinu mánudaginn 7. febrúar.  Hefst námskeiðið kl. 18:30 og stendur í 2,5 klst. Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög