Dómaramál

Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Yfirlýsing frá Félagi deildadómara á Íslandi - 23.11.2010

Yfirlýsing frá Félagi deildadómara á Íslandi varðandi beiðni frá skoska knattspyrnusambandinu um dómgæslu í Skotlandi næstu helgi. Ástæða þessarar beiðni er verkfall skoskra knattspyrnudómara.

Lesa meira
 
Frá fystu formlegu æfingu dómara 1. nóvember

Dómararnir komnir á fulla ferð - 5.11.2010

Íslenskir dómarar hafa hafið undirbúning sinn fyrir næsta keppnistímabil en formlegar æfingar hófust nú 1. nóvember.  Líkt og áður eru KSÍ og Háskólinn í Reykjavík í samstarfi varðandi þjálfun og undirbúning dómara og er mikil ánægja með þetta samstarf.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir á Írlandi - 3.11.2010

Kristinn Jakobsson dómari mun dæma vináttulandsleik á milli Írlands og Noregs, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi.  Honum til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Leikurinn fer fram á Aviva vellinum í Dublin.

Lesa meira
 
Birkir Sigurðarson, Gunnar Jarl Jónsson og Gylfi Már Sigurðsson á Core ráðstefnu í Sviss

Íslenskir dómarar á CORE námskeiði í Sviss - 1.11.2010

Þrír íslenskir dómarar eru þessa dagana í Sviss þar sem þeir sækja námskeið fyrir unga og efnilega dómara.   Er hér um að ræða áætlun um þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25. - 30 ára.  Þetta eru dómarinn Gunnar Jarl Jónsson og aðstoðardómararnir, Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög