Dómaramál

Bryndís Sigurðardóttir

Bryndís við störf í Rússlandi - 23.9.2010

Bryndís Sigurðardóttir hefur verið tilnefnd af UEFA sem einn af aðstoðardómurum í undankeppni EM hjá U17 kvenna en riðillinn er leikinn í Rússlandi dagana 26. sept. - 1. október.  Þetta er fyrsta verkefni Bryndísar á erlendri grundu síðan hún varð FIFA - aðstoðardómari.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Póllandi - 22.9.2010

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni fimmtudaginn 30. september þegar hann dæmir leik Lech Poznan frá Póllandi og Salzburg frá Austurríki í Evrópudeild UEFA.  Þá munu þeir Magnús Þórisson og Gylfi Már Sigurðsson verða við störf á Möltu dagana 25. - 30. september. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Yfirlýsing frá Dómaranefnd KSÍ - Leiðrétting - 20.9.2010

Í framhaldi af vítaspyrnudómi í leik Stjörnunnar gegn FH þar sem Halldór Orri Björnsson tók forystuna fyrir heimamenn úr vítaspyrnu 1 - 0 spunnust miklar umræður um hvort hann hefði gerst sekur um svokallaða „gabbspyrnu“ í aðdraganda töku spyrnunnar.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Frá Dómaranefnd - Vegna umræðu um framkvæmd vítaspyrnu - 17.9.2010

Í tilefni af umræðu sem spannst í kjölfar framkvæmdar Halldórs Orra Björnssonar, leikmanns Stjörnunnar, á vítaspyrnu í leik liðsins gegn FH 16. september sl. vill Dómaranefnd KSÍ árétta eftirfarandi:

Lesa meira
 
Bleika slaufan

Bleika slaufan - Dómararnir klæðast bleikum dómaratreyjum - 17.9.2010

Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi eins og gert hefur verið síðustu 10 ár. Í leik Vals og Grindavíkur sem fram fer á Vodafone vellinum á laugardaginn munu dómarar leiksins, sem allar eru konur, klæðast bleikum dómaratreyjum til þess að vekja athygli á málefninu. Lesa meira
 
Örvar Sær Gíslason

Örvar dæmir í Danmörku - 17.9.2010

Örvar Sær Gíslason mun á laugardaginn dæma leik Bronshoj og FC Fyn í dönsku 1. deildinni.  Þetta verkefni er liður í norrænum dómaraskiptum sem hafa verið við lýði á milli knattspyrnusambandi Norðurlanda síðustu ár.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Sauðárkróki í Fjölbrautarskólanum - 16.9.2010

Unglingadómaranámskeið verður haldið  í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki  fimmtudaginn 23. september   kl. 11:20.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Portúgal - 6.9.2010

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Portúgals og Makedóníu í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður í Portúgal  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Varadómari leiksins verður Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög