Dómaramál

Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni á fimmtudag - 30.11.2009

Kristinn Jakobsson og félagar verða á fullri ferð á fimmtudaginn þegar þeir verða að störfum á leik Toulouse frá Frakklandi og Partizan Belgrad frá Serbíu en leikurinn er í J riðli í Evrópudeild UEFA.

Lesa meira
 
ÍBV

28 þátttakendur í Vestmannaeyjum - 24.11.2009

Um síðustu helgi hélt Knattspyrnusamband Íslands KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum. Að sögn Jóns Ólafs Daníelssonar, yfirmanns yngri flokka hjá ÍBV, tókst námskeiðið mjög vel í alla staði en þátttakendur voru 28 alls.

Lesa meira
 
Frá Landsdómararáðstefnu í nóvember 2009

Landsdómararáðstefna var haldin um helgina - 17.11.2009

Þriðja Landsdómararáðstefna ársins 2009 var haldin síðastliðinn laugardag og fór hún fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Aðalfyrirlesarinn á ráðstefnunni var Thor Aage Egeland sálfræðingur norska Knattspyrnusambandsins

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum - 9.11.2009

Helgina 20. - 22. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands halda 1. stigs þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum. Auk þess mun KSÍ halda unglingadómaranámskeið á sunnudeginum. Bæði þessi námskeið eru opin öllum sem áhuga hafa.

Lesa meira
 
undirbuningur-domara-2009

Undirbúningur hafinn hjá dómurum - 5.11.2009

Í gær hófst undirbúningur dómara fyrir næsta keppnistímabil.  Æft er á tveimur stöðum á landinu þ.e.a.s. á Akureyri og í Reykjavík.  Í gær var fyrsta æfing vetrarins þar sem dómararnir voru mældir í bak og fyrir.

Lesa meira
 
KA

Unglingadómaranámskeið í KA heimilinu 11. nóvember - 3.11.2009

Unglingadómaranámskeið hjá KA verður haldið í KA heimilinu  11. nóvember  kl. 17:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög