Dómaramál

Dómarasáttmáli UEFA

Þorvaldur og Sindri að störfum í Noregi - 30.7.2009

Það er ekki bara U17 karlalandsliðið sem er í eldlínunni í Þrándheimi þessa dagana því að tveir dómarar frá Íslandi eru þar einnig.  Þetta eru þeir Þorvaldur Árnason og Sindri Kristinsson en þeir starfa við dómgæslu á þessu móti.

Lesa meira
 
UEFA

Í eftirliti í Evrópu - 28.7.2009

Á næstu dögum verða íslenskir eftirlitsmenn og dómaraeftirlitsmenn að störfum víðsvegar í Evrópu en þá verður leikið í Meistaradeild Evrópu og í Evrópudeild UEFA.  Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður UEFA í Moldavíu á morgun á leik FC Sheriff og Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu.

Lesa meira
 
Fyrsta íslenska kvendómaratríóið er dæmir landsleik á Íslandi .  Dómari Guðrún Fema Ólafsdóttir, AD1 Marína Ósk Þórólfsdóttir, AD2 Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir

Kvendómaratríó að störfum í Þorlákshöfn - 21.7.2009

Síðastliðinn laugardag var brotið blað í íslenskri knattspyrnudómarasögu þegar að tríó skipað konum dæmdi vináttulandsleik Íslands og Færeyja hjá U17 kvenna í Þorlákshöfn.  Lögð hefur verið áhersla á, undanfarin ár, að fjölga konum í dómarastéttinni og er því þessi viðburður einkar ánægjulegur.

Lesa meira
 
UEFA

Geir Þorsteinsson í dómaranefnd UEFA - 17.7.2009

Framkvæmdastjórn UEFA kom saman í byrjun júlí og skipaði í nefndir á vegum sambandsins.  Nokkrir einstaklingar frá KSÍ eru þar á meðal og ber þar helst að nefna að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður annar varaformaður í dómaranefnd UEFA.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Danmörku - 14.7.2009

Jóhannes Valgeirsson mun dæma leik Bröndby og Flora Tallinn þegar að liðin mætast í í Evrópudeild UEFA.  Jóhannesi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Fjórði dómari verður svo Eyjólfur Magnús Kristinsson.

Lesa meira
 
UEFA

Fjórir dómaraeftirlitsmenn frá Íslandi á Evrópuleikjum - 14.7.2009

Í vikunni verður leikið í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA.  Íslensku félögin Fram, KR og FH verða þar í eldlínunni en einnig verða íslenskir eftirlitsmenn víðsvegar um Evrópu að störfum.

Lesa meira
 
Keflavík

Miðar á Keflavík - Valletta fyrir handhafa A-passa - 7.7.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Keflavík - Valletta afhenta miðvikudaginn 8. júní frá kl. 14:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu knattspyrnudeildar Skólaveg 32 gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Guðrún Fema dæmdi Frakkland - Finnland í gær - 1.7.2009

Guðrún Fema Ólafsdóttir dæmdi í gær sinn fyrsta opinbera landsleik á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sunne í Svíþjóð. Þetta er jafnframt fyrsta alþjóðlega verkefni sem kemur í hlut íslensks kvendómara. 

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög