Dómaramál

Evrópudeildin

Magnús Þórisson dæmir í Evrópudeild UEFA - 25.6.2009

Magnús Þórisson mun dæma viðureign hvítrússneska liðsins FC Dinamo Minsk og FK Renova frá Makedóníu, en leikurinn, sem er í forkeppni Evrópudeildar UEFA, fer fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 2. júlí.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fyrsta verkefni íslenskra kvendómara á erlendri grundu - 24.6.2009

Guðrún Fema Ólafsdóttir knattspyrnudómari mun starfa við Opna NMU17 landsliða kvenna, sem fram fer í Svíþjóð um mánaðamótin.  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvendómari fær alþjóðlegt verkefni á erlendri grundu.

Lesa meira
 
UEFA

Eyjólfur í hóp dómaraeftirlitsmanna UEFA - 9.6.2009

Eyjólfur Ólafsson, fyrrum dómari, er kominn inn í hóp dómaraeftirlitsmanna UEFA en Eyjólfur hefur mikla reynslu af dómarastörfum og hefur setið í dómaranefnd KSÍ að undanförnu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Engar spennur á vellinum - Frá Dómaranefnd KSÍ - 9.6.2009

Dómaranefnd KSÍ vill að gefnu tilefni vekja athygli á því að leikmönnum er óheimilt að bera hárspennur í leikjum. Notkun límbands (plástra) til að hylja skartgripi er ekki fullnægjandi. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Kasakstan - 6.6.2009

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Kasakstan og Englands í undankeppni fyrir HM 2010.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.  Fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög