Dómaramál
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi

Leikurinn við Bandaríkin hefst kl. 15:00 og verður fylgst með honum hér á síðunni

6.3.2009

Ísland mætir Bandaríkjunum í dag á Algarve Cup kl. 15:00 og verður fylgst með leiknum hér á síðunni.  Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi og er það Bibiana Steinhaus sem dæmir leikinn.  Þessi tæplega þrítugi dómari er atvinnudómari í Þýskalandi og var fyrsta konan til að dæma í karladeildinni í Þýskalandi.

Henni til aðstoðar verða Moken Reichert og Marina Wozniak en þær voru einmitt aðstoðardómarar í hinum eftirminnilega leik, Ísland - Írland, þegar Ísland tryggði sér sæti á EM 2009.  Fjórði dómarinn kemur frá Finnlandi og heitir Kirsi Favolainen en hún dæmdi úrslitaleik Þýskalands og Englands í EM U19 kvenna hér á Laugardalsvelli árið 2007. 

Það er svo hin góðkunna Ingrid Jonsson frá Svíþjóð sem verður dómaraeftirlitsmaður leiksins en hún hefur margoft komið hingað til lands til eftirlitsstarfa sem og verið við störf á leikjum Íslands á erlendri grundu.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög