Dómaramál
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Belgíu

Dæmir síðari leik Standard Liege og Braga í UEFA bikarnum

24.2.2009

Kristinn Jakobsson mun á fimmtudaginn dæma síðari leik Standard Liege frá Belgíu og Braga frá Porúgal í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins.  Braga vann fyrri leikinn á sínum heimavelli með þremur mörkum gegn engu.  Það er því allt undir í síðari leiknum og á brattann að sækja fyrir heimamenn.

Kristni til aðstoðar í leiknum verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.  Fjórði dómari verður Magnús Þórisson.

UEFA bikarinn
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög