Dómaramál
Enski dómarinn Mike Riley

Mike Riley dæmir leik Íslands og Færeyja

Vináttulandsleikur leikinn í Kórnum sunnudaginn 22. mars

29.1.2009

Enski dómarinn Mike Riley mun dæma vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer sunnudaginn 22. mars í Kórnum.  Aðstoðardómarar leiksins sem og fjórði dómari leiksins munu verða íslenskir.

Að morgni leikdags mun Riley halda fyrirlestur fyrir íslenska dómara og veita þeim innsýn í sín störf en Mike Riley er einn reyndastur dómara er dæmir nú í ensku úrvalsdeildinni.  Hann hefur dæmt 15 leiki í ensku úrvalsdeilinni á yfirstandandi tímabliki þegar þetta er skrifað og dæmt m.a. úrslitaleikinn í FA bikarnum árið 2002 og úrslitaleikinn í Carling bikarnum árið 2004.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög