Dómaramál

Egill Arnar og Einar Ingi til Englands - 4.4.2018

Egill Arnar Sigurþórsson og Einar Ingi Jóhansson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa á leikjum í U23 deildinni í Englandi sem og æfa með úrvaldsdeildardómurum og aðstoðardómurum.

Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 5. apríl - 26.3.2018

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 5. apríl kl. 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið í höfuðstöðvum KSÍ - 26.3.2018

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 3. apríl. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir í Grikklandi - 23.3.2018

Vilhjálmar Alvar Þórarinsson mun dæma leik Grikklands og Tékklands í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Xanthi í Grikklandi.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Fjórða leikmannaskiptingin leyfð í framlengingu - 23.3.2018

Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) hefur nýlega samþykkt breytingar á knattspyrnulögunum og er ætlunin að þær taki gildi fyrir komandi keppnistímabil hér á landi. Ísland er þar með, nú sem oft áður, fyrst þjóða til að taka breytingarnar til framkvæmda.  Lesa meira
 

Námskeið fyrir aðstoðardómara á Akureyri laugardaginn 31. mars - 20.3.2018

Námskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið laugardaginn 31. mars í Hamri (Þórsheimilinu) og hefst það kl. 10:00. Bryngeir Valdimarsson FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 

Ívar Orri og Birkir dæma í Póllandi - 19.3.2018

Ívar Orri Kristjánsson dómari og Birkir Sigurðarson aðstoðardómari verða við störf næstu daga í Pólland, en þar fer fram einn af milliðriðlum EM hjá U17 karla. Þjóðirnar sem leika í þessum riðli eru auk heimamanna Írland, Georgía og Makedónía.

Lesa meira
 

Námskeið fyrir dómara mánudaginn 19. mars - 13.3.2018

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 19. mars kl. 18:00, en Kristinn Jakobsson, fyrrum FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍR þriðjudaginn 13. mars - 6.3.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara í Garði frestað - 5.3.2018

Dómaranámskeiði sem átti að vera haldið í Garði þriðjudaginn 6. mars hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Lesa meira
 

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 13. mars - 4.3.2018

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 13. mars í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00. Bryngeir Valdimarsson FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 

Craig Pawson gestur landsdómararáðstefnu KSÍ - 28.2.2018

Helgina 2-3. mars fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ, en þar hittast dómararnir til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Craig Pawson, alþjóðlegur dómari frá Englandi, verður gestur ráðstefnunnar að þessu sinni.

Lesa meira
 

Þorvaldur Árnason dæmir leik Krasnodar og Real Madrid í UEFA Youth League í dag - 7.2.2018

Þorvaldur Árnason dæmir í dag leik Krasnodar og Real Madrid í 16 liða úrslitum UEFA Youth League, en honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Guðmundsson og Andri Vigfússon.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu þriðjudaginn 13. febrúar - 6.2.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 20:00. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun ungra dómara - 29.1.2018

Laugardaginn 27. janúar var fundur með þátttakendum sem valdir voru í hæfileikamótun fyrir unga dómara árið 2018. 10 þátttakendur á aldrinum 17-25 ára voru valdir til þess að taka þátt í verkefninu að þessu sinni.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Víking Reykjavík í Víkingsheimilinu miðvikudaginn 24. janúar kl. 18:15 - 15.1.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst klukkan 18:15. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

FIFA-merkin afhent - 15.1.2018

Í lok síðasta árs staðfesti FIFA íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2018 og eru Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson nýliðar á listanum sem kynntur var á vef KSÍ í desember.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara haldið hjá Fjölni í Egilshöll fimmtudaginn 11. janúar - 5.1.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Bríet Bragadóttir - ,,Að verða FIFA dómari hefur verið markmið mitt síðustu fjögur árin." - 22.11.2017

FIFA gaf á dögunum út nýjan dómaralista og þar var Bríet Bragadóttir á meðal nafna í fyrsta sinn. Hún er jafnframt fyrsta íslenska konan til að komast á listann sem dómari, en Rúna Kristín Stefánsdóttir er þar sem aðstoðardómari.

Lesa meira
 

Þorvaldur Árnason dæmir í Sádi-Arabísku deildinni á laugardaginn - 21.11.2017

Þorvaldur Árnason dæmir leik Al Batin og Al Taawon í Sádi-Arabísku deildinni laugardaginn 25. nóvember. Honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög