Aðrir úrskurðir
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmenn úrskurðaðir í leikbann

Fjórir leikmenn úrskurðaðir í viðbótar leikbann

25.3.2011

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 25. mars voru fjórir leikmenn úrskurðaðir í leikbann eftir leiki í Lengjubikarnum.  Er hér um að ræða leikmenn sem fá viðbótar leikbann en ekki er sérstaklega tilkynnt um leikmenn sem fara í sjálfkrafa leikbann.

Samkvæmt reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni KSÍ 2011 eru sjálfkrafa leikbönn ekki tilkynnt.
Hér er því eingöngu um að ræða leikmenn hafa fengið viðbótar leikbann (þ.e. fleiri leiki í bann en sjálfkrafa leikbann skv. reglugerð segir til um).

Á fundi aganefndar KSÍ 25. mars 2011 voru:

Ívar Björnsson, Fram, úrskurðaður í 2ja leikja bann vegna brottvísunar 18. mars 2011

Halldór Kristinn Halldórsson, Valur, úrskurðaður í 2ja leikja bann vegna brottvísunar 18. mars 2011

Guðfinnur Magnússon, Björninn, úrskurðaður í 2ja leikja bann vegna brottvísunar 19. mars 2011

Birkir Hlynsson, KFS, úrskurðaður í 2ja leikja bann vegna brottvísunar 19. mars 2011
Aðrir úrskurðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög