Aðrir úrskurðir

Sekt vegna framkomu stuðningsmanna - 6.8.2015

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 4. ágúst síðastliðinn voru knattspyrnudeildir Kormáks og Hvatar sektaðar um samtals 150.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanns félagsins á leik Kormáks/Hvatar og KB í 4. deild karla D riðli sem fram fór 17. júlí síðastliðinn.

Lesa meira
 

FH og Stjarnan sektuð - 9.10.2014

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar, sem fram fór 8. október, var samþykkt að sekta FH um 100.000 krónur og Stjörnuna um 50.000 krónur.  FH var sektað vegna atvika sem upp komu í framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla þann 4. október síðastliðinn og Stjarnan var sektað vegna framkomu stuðningsmanna sinna í sama leik.

Lesa meira
 

Tvö félög sektuð - 13.8.2014

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 12. ágúst síðastliðinn voru ÍBV og Víkingur Ólafsvík sektuð.  ÍBV var sektað vegna framkomu stuðningsmanna á leik gegn KR í Borgunarbikar karla og Víkingur Ól. vegna framkomu leikmanns eftir leik gegn Grindavík í 1. deild karla.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður Augnabliks úrskurðaður í tímabundið bann - 24.4.2014

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 23. apríl 2014, var Hrafnkell Freyr Ágústsson, Augnabliki, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 6 vikna vegna brottvísunar í leik Vatnaliljanna og Augnabliks í mfl. karla 16. apríl 2014.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður Ísbjarnarins úrskurðaður í tímabundið bann - 16.4.2014

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 15. apríl 2014, var Andri Rúnar Gunnarsson, leikmaður Ísbjarnarins, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 2 mánaða vegna brottvísunar í leik Víðis og Ísbjarnarins í Lengjubikar karla sem fram fór 5. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Vidir

Leikmaður Víðis úrskurðaður í 5 leikja bann - 16.4.2014

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 15. apríl 2014, var Gylfi Örn Á Öfjörð úrskurðaður í 5 leikja bann í vegna brottvísunar í leik Víðis og Ísbjarnarins í Lengjubikar karla sem fram fór 5. apríl síðastliðinn. 

Lesa meira
 
Keflavík

Keflavík sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 11.10.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 8. október 2013 var samþykkt að sekta Keflavík  um 30.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Keflavíkur og ÍBV  í Pepsi-deild  karla 22. september síðastliðinn.

Lesa meira
 
FH

FH sektað vegna ummæla formanns og varaformanns - 2.10.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 1. október 2013 var samþykkt að sekta knattspyrnudeild FH um 40.000 krónur vegna ummæla formanns og varaformanns FH eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla þann 16. september síðastliðinn.

Lesa meira
 
Leiknir Reykjavík

Leiknir sektað vegna ummæla framkvæmdastjóra - 2.10.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 1. október 2013 var samþykkt að sekta knattspyrnudeild Leiknis um 30.000 krónur vegna ummæla framkvæmdastjóra Leiknis á twitter síðu sinni.

Lesa meira
 
KV

KV sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 27.9.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 24. september 2013 var samþykkt að sekta KV um 25.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik KV og Gróttu í 2.. deild karla 21. september síðastliðinn. Stuðningsmenn KV kveiktu á blysum eftir að leik lauk.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir sektað vegna framkomu starfsmanna - 27.9.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 24. september 2013 var samþykkt að sekta Fylki um 35.000 krónur vegna framkomu starfsmanna félagsins í leik Fylkis og Víkings Ólafsvíkur, 22. september síðastliðinn.

Lesa meira
 
Fjölnir

Fjölnir sektað vegna framkomu stuðningsmanna - 27.9.2013

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ 24. september 2013 var samþykkt að sekta Fjölni um 35.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í leik Leiknis og Fjölnis í 1. deild karla 21. september síðastliðinn. Kveikt var í blysi á áhorfendastæðum eftir að leik lauk.

Lesa meira
 
KV

Knattspyrnudeild KV sektuð vegna ummæla leikmanns - 12.9.2013

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá framkvæmdastjóra KSÍ vegna ummæla Jóns Kára Eldon leikmanns KV, sem hann  viðhafði í kjölfar leiks Njarðvíkur og KV í 2. deild karla, þriðjudaginn 13. ágúst 2013, með skrifum á Twitter síðu sína. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ákvörðun stjórnar KSÍ vegna leikbanns leikmanns KR - 21.8.2013

Vegna leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla sem flautaður var af sl. sunnudag hefur stjórn KSÍ tekið ákvörðun til að eyða óvissu vegna leikbanns Hannesar Þórs Halldórssonar, leikmanns KR, en leikmaðurinn átti að taka út leikbann í umræddum leik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður úrskurðaður í tímabundið bann - 24.4.2013

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 26. mars 2013, var Jhordan Vaencia Sandoval úrskurðaður í tímabundið leikbann til 9 mánaða vegna atvika í leik Fylkis og Leiknis/KB í 2. flokki karla B-liða sem fram fór 23. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Keflavík

Leikmaður Keflavíkur áminntur vegna ummæla - 6.9.2012

Í samræmi við starfsreglur nefndarinnar ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 4. september 2012 að áminna Guðmund Steinarsson vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Keflavíkur og Vals í Pepsi-deild karla sem fram fór mánudaginn 27. ágúst.

Lesa meira
 
ÍA

Þjálfari ÍA áminntur vegna ummæla - 9.8.2012

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 7. ágúst 2012 var samþykkt að áminna Þórð Þórðarson þjálfara ÍA vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik ÍA og KR í Pepsi-deild karla sem fram fór 30. júlí og sekta jafnframt Knattspyrnudeild ÍA um kr. 25.000 vegna ummælanna.

Lesa meira
 
Fylkir

Þjálfari Fylkis áminntur vegna ummæla - 28.6.2012

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 26. júní 2012 var samþykkt að áminna Jón Pál Pálmason þjálfara Fylkis vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Fylkis og Vals í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 11. júní og sekta jafnframt Knattspyrnudeild Fylkis um kr. 25.000 vegna ummælanna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður um leikbönn í deildarbikar KSÍ - 3.4.2012

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ 30. mars 2012 voru leikmenn úrskurðaðir í leikbönn. Hafa skal í huga að, samkvæmt reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni KSÍ 2012, eru sjálfkrafa leikbönn ekki tilkynnt.  Þetta er því eingöngu tilkynning um leikbönn þar sem leikmenn hafa fengið viðbótar leikbann.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður frá Aga- og úrskurðarnefnd - 22.3.2012

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 20. mars 2012, var leikmaður í Leikni R. úrskurðaður í 6 leikja bann og leikmaður KR úrskurðaður í 3 leikja bann vegna atvika sem áttu sér stað í leik KR og Leiknis R. í Reykjavíkurmóti 3. flokks karla B-lið 11. febrúar 2012.

Lesa meira
 Aðrir úrskurðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög