Agamál

Knattspyrnudeild Afríku sektuð vegna ummæla þjálfara

Sektin nemur kr. 50.000,-

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum 4. júlí síðastliðinn að sekta knattspyrnudeild Afríku um kr. 50.000,- vegna ummæla Zakaría Elíasar Anbari, þjálfara félagsins, í viðtali sem birtist á vefsíðu fotbolta.net. 

Ummælin voru viðhöfð í kjölfar leiks Afríku og KFR í 4. deild karla þann 30. júní 2017.


Agamál


Aðildarfélög
Aðildarfélög