Agamál

Sjálfkrafa leikbönn í Lengjubikarnum

Félögin sjálf þurfa að fylgjast vel með spjaldasöfnun leikmanna sinna

Lengjubikarinn er nú í fullum gangi í knattspyrnuhúsum landsins og því rétt að minna á ákvæði reglugerða KSÍ um agamál í þeirri keppni.  Félögin sjálf þurfa að fylgjast vel með spjaldasöfnun leikmanna sinna, því leikbönn í Lengjubikar eru sjálfkrafa. 

Úr reglugerðum um deildarbikarkeppni:

8. AGAMÁL

8.1 Ef leikmanni er vikið af leikvelli (rautt spjald), skal hann fara sjálfkrafa í bann í næsta leik. Ef leikmanni er vikið af leikvelli í annað sinn í keppninni, skal hann fara sjálfkrafa í bann í næstu tveimur leikjum. Ef leikmanni er vikið af leikvelli í þriðja sinn í keppninni, skal hann fara sjálfkrafa í bann þar til aganefnd hefur fjallað um mál hans. Sjálfkrafa leikbönn verða ekki tilkynnt með skeyti eða faxi.

8.2 Ef leikmaður hefur verið áminntur þrisvar sinnum í keppninni (3 gul spjöld), skal hann fara sjálfkrafa í bann í næsta leik. Ef leikmaður hefur verið áminntur tvisvar sinnum til viðbótar (5 gul spjöld), skal hann fara sjálfkrafa í bann í næstu tveimur leikjum. Ef leikmaður hefur verið áminntur af dómara einu sinni enn í keppninni (6 gul spjöld), skal hann fara sjálfkrafa í bann þar til aganefnd hefur fjallað um mál hans. Sjálfkrafa leikbönn verða ekki tilkynnt með skeyti eða faxi.


Agamál


Aðildarfélög
Aðildarfélög