Agamál

Valur

Fyrri úrskurður í máli Vals gegn Leikni staðfestur

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga-og úrskurðanefndar frá 14. ágúst varðandi leik Vals og Leiknis/KB á Íslandsmóti 2. flokks karla B-liðum. Leikurinn, sem fram fór 20. júlí var úrskurðaður Val tapaður með markatölunni 0-3.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Þróttar Vogum gegn Hvíta Riddaranum

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Þróttar Vogum gegn Hvíta Riddaranum vegna leiks félaganna í 3. deild karla, C riðli, sem fram fór 10. ágúst síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að Þrótti Vogum sé dæmdur sigur í leiknum, 0 - 3, auk þess sem Hvíti Riddarinn þarf að greiða 10.000 krónur í sekt.

Lesa meira
 
Valur

Úrskurður í máli Leiknis gegn Val

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Leiknis gegn Val vegna leiks félaganna í 2. flokki karla B-liðum, Íslandsmóti, sem fram fór 27. júlí síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að leikurinn skuli dæmdur tapaður fyrir Val með markatölunni 0-3, og að auki er Val gert að greiða sekt. Lesa meira
 
ÍA

Þjálfari ÍA áminntur vegna ummæla

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 7. ágúst 2012 var samþykkt að áminna Þórð Þórðarson þjálfara ÍA vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik ÍA og KR í Pepsi-deild karla sem fram fór 30. júlí og sekta jafnframt Knattspyrnudeild ÍA um kr. 25.000 vegna ummælanna.

Lesa meira
 

Agamál


Aðildarfélög
Aðildarfélög