Agamál

Fylkir

Þjálfari Fylkis áminntur vegna ummæla

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 26. júní 2012 var samþykkt að áminna Jón Pál Pálmason þjálfara Fylkis vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Fylkis og Vals í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 11. júní og sekta jafnframt Knattspyrnudeild Fylkis um kr. 25.000 vegna ummælanna.

Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Tindastóls gegn Keflavík

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Tindastóls gegn Keflavík vegna leiks félaganna í 3. flokki kvenna, Íslandsmóti B2 deild, sem fram fór laugardaginn 2. júní 2012. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram að úrslitum er breytt og Tindastóli dæmdur 0-3 sigur í leiknum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Facebook, Twitter og aðrir samfélagsvefir

Það færist stöðugt í aukana að leikmenn, þjálfarar og aðrir fulltrúar knattspyrnunnar tjái sig um knattspyrnutengd málefni á samskiptavefjum eins og Twitter og Facebook, hér á landi sem erlendis.  Mönnum er oft heitt í hamsi eftir knattspyrnuleiki, jafnvel í aðdraganda þeirra. Stundum segja menn hluti sem þeir sjá eftir, og þetta getur líka gerst ef menn eru aðeins of fljótir á sér að setja færslu á samskiptavef. Lesa meira
 

Agamál


Aðildarfélög
Aðildarfélög