Agamál
Grindavík

Eins leiks bann vegna brottvísunar í innimóti

Tekur út leikbann í Íslandsmótinu utanhúss

Á fundi aganefndar 9. febrúar síðastliðinn var Alexander V. Þórarinsson, leikmaður 2. flokks Grindavíkur úrskurðaður í eins leiks bann vegna atviks í leik Grindavíkur og Gróttu í riðlakeppni Íslandsmótsins innanhúss 22. janúar.

Samkvæmt grein 7.3. í starfsreglum aganefndar skal leikmaðurinn taka út leikbannið í Íslandsmótinu utanhúss næsta sumar.

-------------------------

7. gr.                      VIÐURLÖG VIÐ BROTUM Í INNANHÚSSMÓTUM KSÍ

7. 1.        

Refsingar takast út í innanhússmótum á þann hátt, að hafi leikmaður hlotið tvö gul spjöld í viðkomandi móti, skal hann fara sjálfkrafa í leikbann í  næsta leik og svo í sjálfkrafa eins leiks bann fyrir hver tvö gul spjöld þar á eftir í mótinu.

7. 2.        

Fyrir brottrekstur skal hann fara sjálfkrafa í leikbann í næsta leik og fyrir brottrekstur í annað sinn í mótinu skal hann fara sjálfkrafa í tveggja leikja bann o.s.frv.

7. 3.        

Hafi dómari vísað leikmanni af leikvelli fyrir ofsalega framkomu, alvarlega grófan leik eða aðra grófa óíþróttamannslega framkomu, skal aganefnd úrskurða leikmanninn í frekara leikbann í leikjum utanhúss skv. skýrslu dómara, sbr. 5. 4. og 5. 5.

7. 4.        

Spjöld eða refsingar skulu ekki flytjast á milli innanhússmóta.

7. 5.         

Leikbönn utanhúss verða ekki tekin út í innanhússmótum.

 


Agamál


Aðildarfélög
Aðildarfélög