Agamál
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfari ÍA ávíttur

Knattspyrnudeild ÍA gert að greiða sekt

Aganefnd KSÍ hefur borist greinargerð frá framkvæmdastjóra sambandsins vegna ummæla Ólafs Þórðarsonar, þjálfara ÍA, eftir leik Vals og ÍA í Landsbankadeild karla sem fram fór 23. maí síðastliðinn.

Erindi framkvæmdastjóra er í samræmi við og uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru í 11. grein starfsreglna aganefndar KSÍ.

Hlutaðeigandi aðilar hafa fengið afrit af greinargerð framkvæmdastjóra og skilað skriflegri greinargerð í samræmi við reglugerðina.

Það er álit aganefndar KSÍ að umæli Ólafs hafi verið ósæmileg samkvæmt þeirri skilgreiningu sem fram kemur í 11. grein starfsreglna aganefndar KSÍ.

Í samræmi við starfsreglur nefndarinnar ákvað aganefnd KSÍ á fundi sínum 7. júní 2005 að ávíta Ólaf Þórðarson alvarlega vegna ummælanna og sekta knattspyrnudeild ÍA um kr. 15.000.- vegna framkomu hans.

Aganefnd KSÍ vill að lokum minna á nauðsyn þess að grein 1.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót verði í heiðri höfð, en þar segir:

Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.

Starfsreglur aganefndar KSÍ


Agamál


Aðildarfélög
Aðildarfélög