Agamál

Ólöglegur leikmaður í Deildarbikarnum

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Bjarni Ólafur Eiríksson lék ólöglegur með liði Vals í leik gegn ÍBV í Deildarbikarnum laugardaginn 16. apríl síðastliðinn.

Leikmaðurinn hafði fengið þrjár áminningar í keppninni og hefði því átt að taka sjálfkrafa út leikbann í viðkomandi leik. Úrslit leiksins hafa því verið skráð 3-0, ÍBV í vil, auk þess sem Val verður gert að greiða sekt.


Agamál


Aðildarfélög
Aðildarfélög