Agamál

Úrskurðir aganefndar

Aganefnd KSÍ fundar á hverjum þriðjudegi, fer yfir stöðu mála og úrskurðar leikmenn í bann vegna áminninga og brottvísana. Af gefnu tilefni er rétt að benda á að leikmaður sem vikið er af leikvelli fer sjálfkrafa í bann í næsta leik í sama flokki (sjá lið 5.2 í ). Því gerist það stundum að viðkomandi leikmaður hefur þegar tekið út bann sitt þegar aganefnd kveður upp úrskurð. Úrskurður aganefndar er því staðfesting á lengd bannsins fyrir umrædda brottvísun. Öðru máli gegnir um þegar leikmaður er úrskurðaður í bann vegna áminningarverðra leikbrota (gulra spjalda), þau leikbönn gerast ekki sjálfkrafa í Íslandsmótum og bikarkeppni. Sá úrskurður tekur gildi á hádegi næsta föstudag á eftir, ásamt úrskurðum nefndarinnar um þyngingar á refsingum.


Agamál


Aðildarfélög
Aðildarfélög