ksi.is

A kvenna - Hefðbundinn undirbúningur fyrir leikinn gegn Slóvenum - 4.4.2018

Kvennalandsliðið er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir leik gegn Slóveníu í undankeppni HM en leikið verður í Lendava á föstudaginn.  Liðið æfði í gær og framundan er hefðbundinn dagur með æfingu og fundum.

Lesa meira
 

ksi.is

5.4.2018 Landslið : U16 karla - 3-0 sigur gegn Litháen

U16 ára lið karla vann 3-0 sigur á Litháen í dag í öðrum leik liðsins á UEFA Development Tournament, en leikið er í Gargzdai í Litháen. Róbert Orri Þorkelsson, Valgeir Valgeirsson og Bjartur Barmi Barkarson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

4.4.2018 Dómaramál : Egill Arnar og Einar Ingi til Englands

Egill Arnar Sigurþórsson og Einar Ingi Jóhansson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa á leikjum í U23 deildinni í Englandi sem og æfa með úrvaldsdeildardómurum og aðstoðardómurum.

Lesa meira
 

4.4.2018 Leyfiskerfi : KSÍ/FIFA auglýsir eftir starfsmanni

KSÍ óskar eftir að ráða öflugan einstakling tímabundið á skrifstofu sambandsins vegna samstarfsverkefnis FIFA og KSÍ um frekari þróun á kvennaknattspyrnu.

Lesa meira
 

4.4.2018 Landslið : U16 karla - Leikið gegn Litháen á fimmtudaginn

U16 ára landslið karla leikur á fimmtudaginn annan leik sinn á UEFA Development Tournament, en mótherjar þeirra verða Litháen. Leikurinn hefst klukkan 08:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Garzdai í Litháen.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

4.4.2018 Lög og reglugerðir : Ólöglegir leikmenn í Lengjubikarnum

Á dögunum léku tveir leikmenn ólöglega í Lengjubikar karla. Viktor Guðberg Hauksson lék með GG, en hann er skráður í Grindavík, og Baldvin Freyr Ásmundsson lék með KF, en hann var í leikbanni vegna þriggja gulra spjalda.

Lesa meira
 

3.4.2018 Landslið : U16 karla - 2-1 sigur gegn Eistlandi í fyrsta leik í UEFA Development Tournament

U16 ára lið karla vann 2-1 sigur á Eistlandi í fyrsta leik liðsins á UEFA Development Tournament, en leikið er í Gargzdai í Litháen. Það voru Orri Hrafn Kjartansson og Davíð Snær Jóhannsson sem skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

3.4.2018 Landslið : A karla - Miðasala á leiki gegn Noregi og Gana í júní hefst um mánuði fyrir leik

Miðasala á vináttuleiki A landsliðs karla gegn Noregi og Gana í byrjun júní mun hefjast um mánuði fyrir hvorn leik. Þrjú miðaverð verða í boði og eru þau 3500, 5500 og 7500 krónur. 50% afsláttur verður fyrir börn, en selt verður á staka leiki.

Lesa meira
 

26.3.2018 Dómaramál : Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 5. apríl

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 5. apríl kl. 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 
Pistlar

Gylfi Orrason

VAR-dómgæsla og 4. skiptingin í framlengingu

Á 132. ársfundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda (IFAB) sem haldinn var í Zürich í byrjun þessa mánaðar voru ákvæðin um "vídeó-aðstoðardómgæslu" (VAR =Video Assistant Referees) formlega skrifuð inn í sjálf knattspyrnulögin. Allur pistillinn
 Aðildarfélög
Aðildarfélög
Útlit síðu: